Huggulegt sveitahótel í alfaraleið
Laxárbakki býður upp á gistingu fyrir allt að 36 manns í glæsilegum stúdíó íbúðum. Einnig er gisting fyrir allt að 18 manns í gistiheimili.
Stúdíó íbúðirnar eru 12 talsins, 33-47 m² að stærð. Í öllum þeirra er tvíbreitt rúm og svefnsófi og rúmar því hver íbúð allt að 4 einstaklinga. Eldhús og stofa eru samliggjandi með öllum þægindum og er baðherbergi með sturtu í hverri íbúð.
Í þremur stærstu íbúðunum er þvottavél inni á baðherbergjunum en hinar hafa aðgang að sameiginlegu þvottahúsi.
Frír aðgangur er að heitum potti, sauna og interneti.
Einstakt fuglalíf er á staðnum og mikið er af góðum gönguleiðum eins og Akrafjall, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Skessuhorn, Síldarmannagöngur, Glymur og margt fleira.
Good spot to see northern lights
View from our rooms
Einn af hæstu fossum landsins
Good spot to see northern lights