top of page
Velkomin     Bóka núna     Herbergin     Veitingastaðurinn     Hótelið     
Um okkur     Afþreying     Hafa samband

Hvað er að ske?

Á Vesturlandi má finna fjölbreytni og fegurð íslenskrar náttúru. Mikilfengleg fjalla- og jöklasýn, gróðursæl héruð, fjölskrúðugt fuglalíf, fengsælar ár og vötn, firðir og flóar og vellandi jarðhiti gerir ferðamönnum kleift að finna sér eitthvað til afþreyingar.

Gönguleiðir

Fjöldi gönguleiða af öllum erfiðleikastigum eru víðsvegar í kringum Laxárbakka. Má þar nefna:

 • Síldarmannagötur frá botni Hvalfjarðar yfir í Skorradal.
 • Leggjabrjótur milli Þingvalla og Botnsdals í Hvalfirði.

 • Akrafjall er einkar  formagurt fjall séð frá Akranesi, mjög víðsýnt er af fjallinu. Vinsælar gönguleiðir eru upp á Háahnúk (555 m) sem er syðri tindurinn eða Geirmundartind (643 m). Gestabók er á Háahnúki.

 • Hafnarfjall gegnt Borganesi tilheyrir fornri megineldstöð sem var virk fyrir 4 milljónum ára. Hafnarfjall er 844 m.

 • Baula er áberandi fjall sem sést víða að úr Borgarfirði.  Það er keilulaga, 934 m hátt líparítfjall.

 • Skessuhorn í Skarðsheiði er eitt af einkennisfjöllum Vesturlands.  Skessuhornið er mjög tignarlegt fjall með bröttum hamrabeltum og er útsýni yfir Borgarfjörðinn afskaplega fallegt. Það er 963 m hátt.

Fuglaskoðun

Laxárbakki stendur við ós Laxár og Grunnafjarðar (Leirárvogur). Grunnafjörður er um 14,7 km² og einkennist af víðlendum sandmaðksleirum og miklu fuglalífi. Um Grunnafjörð fara fuglar (umferðarfuglar) vor og haust sem eru á leið til og frá  varpsstöðvum á Grænlandi og Kanada; margæs (Branta bernicia) og rauðbrystingur (Calidris canutus). Aðrir umferðarfuglar sem fara um Ísland eru sanderla (Calidris alba) og tildra (Arenaria interpres). Margir vaðfuglar, svo sem sendlingur, lóuþræll, sandlóa og tjaldur byggja tilveru sína á lífríki leiranna og um ósinn synda líka laxar á leið í Laxá í Leirársveit.
 Grunnafjörður var gerður að friðlandi árið 1994 og samþykktur sem Ramsarsvæði 1996, eina Ramsarsvæðið á Íslandi sem liggur að sjó.

 

Ljósmynd: Sigurjón Einarsson, af margæs.

Golf

Áhugasamir golfarar geta valið um 10 golfvelli á Vesturlandi. Þar af eru tveir 18 holu golfvellir, Garðavöllur á Akranesi og Hamarsvöllur við Borganes. Auk annara golfvalla í grennd við Laxárbakka er golfvöllurinn á Þórisstöðum, Húsafelli og í Staðarsveit.

Ljósmynd: bjarteyjarsandur.is

Heímsókn á flottan sveitabæ

- hve svalt er það? 

BJART

EYJAR

sANDUR

Bjarteyjarsandur í Hvalfirði er heimili þriggja fjölskyldna og þar er stunduð fjölbreytt atvinnustarfsemi sem tengist búskap, ferðaþjónustu, fræðslustarfsemi, matvælaframleiðslu, verktakastarfsemi og fleiru. Bærinn stendur á fallegum stað innarlega í Hvalfirði og þar hefur sama ættin búið allt frá árinu 1887.

Sund

Eftir góðan dag er við hæfi að láta þreytuna líða úr sér í einhverri sundlauganna sem finna má í nágrenninu:

 

 • Hreppslaug í Skorradal er gömul sveitalaug sem gaman er að heimsækja

 • Heiðarskóli í Leirársveit

 • Hlaðir við Hvalfjarðarströnd (á mynd). Hún er vel staðsett til að skola af sér eftir göngu á Glym eða heimsókn í fjárhúsin á Bjarteyjarsandi. 

 • Sundlaugin á Akranesi

 • Sundlaugin í Borganesi (mjög góðar rennibrautir)

Ljósmynd: Úr eigu Stríðsminjasafnsins við hlið sundlaugarinnar

Söfn

Í nágrenninu er úrval safna:

 • Ullarselið Hvanneyri

 • Bjarteyjarsandur (sjá umfjöllun neðar)

 • Hernámssetrið að Hlöðum (sjá umfjöllun neðar)

 • Byggðasafnið að Görðum (Akranes)

 • Safnahús Borgarfjarðar (Borganes)

 • Landnámssetur Íslands (Borganes)

 • Búvélasafnið á Hvanneyri

Ljósmynd: ​safnahus.is

Einstök upplifun:

HERNÁMSSETRIÐ

VIÐ HLAÐIR Í HVALFIRÐI

Ljósmynd: Hernámssetrið

NJÓTTU NÁTTÚRUNNAR

Á HESTBAKI

DRAUM

HESTAR

Hestaferðir í litlum hópum

á milli kl. 13:00 - 18:00.

Ferðatími:

1,5 - 2 klst

Pantanir í síma

848 5099

LITADÝRÐ

Í HVALFIRÐI

Sum svæði eru skóg- og kjarrivaxin eins og t.d. Botnsdalur, Módalur, Saurbæjarhlíð, Vatnaskógur og Svarfhólsskógur.
Norðaustan megin við Akrafjall er vegleg skógrækt á vegum Skógræktarfélags Skilmannahrepps en þar voru fyrstu trén sett niður fyrir rúmum 70 árum.
Vestan undir Hafnarfjalli er síðan Hafnarskógur en hann er harðgerður birkiskógur og hluti hans er friðaður.
Fjöldi fallegra blóma prýða Hvalfjörðinn og gleðja jafnt gesti og íbúa svæðisins.
Skýringarmynd: Landbúnaðarháskóli Íslands

Létt og skemmtileg útivist fyrir flesta aldurshópa:

FOSSA

skoðun

Þægileg ganga er að Laxfossi sem er 1500 metra fyrir ofan Hótel Laxárbakka.
 
Þar rétt fyrir ofan eru svo fossarnir Hundsfoss og Kattafossar, þá Sunnefjufoss og Breiðifoss. Ofarlega í ánni er svo Eyrarfoss.
bottom of page