Greinar

Ferðaþjónusta

Rétt við höfuðborgarsvæðið en þó langt í burtu frá erli borgarinnar er Laxárbakki, ákjósanlegur áfangastaður þar sem saga, mennig og náttúra landsins blandast saman og skapa einstaka upplifun fyrir hvern ferðamann á leið um vesturland.

Vesturland er fjölbreytt svæði þar sem náttúran býður upp á allt það besta sem Ísland prýðir, fallega dali, firði, eldfjöll, gíga og síðast en ekki síst strandlengju sem á fáa sína líka.

Stuttar vegalengdir og greiðfærir vegir á milli allra svæða og frá höfuðborgarsvæðinu gera ferðamönnum kleift að upplifa Vesturland allt árið um kring.

Borgarfjörður þar sem sagan er við hvert fótmál og hægt er að ferðast á slóðum Egils Skallagrímssonar, Snæfellsnes með hinn dulúðuga Snæfellsjökul sem vakir yfir ferðalöngum og fyllir þá orku, perlan Hvalfjörður sem geymir hæsta foss Íslands og Dalir þar sem þú getur farið í fótspor Leifs heppna og Eiríks Rauða.... þ.e auðlindir allt í kring.

 

Þú ert hér: Home