Áhugaverðir staðir

Hvalfjörður: 

Hvalfjörður er 30km og 84m djúpur þar sem hann er dýpstur.  Í seinni heimsstyrjöldunni á árunum 1940-1945 var flotastöð bandamanna innst í Hvalfirði þar sem nú er hvalstöð.

Glymur:

Fossinn Glymur er í Botnsdal, innst í Hvalfirði.  Glymur er hæsti foss Íslands en fallhæð hans er 198m.

Þingvellir: 

Þingvellir er einn sögulegasti staður Íslands.  Á þingvöllum söfnuðust Íslendingar saman árið 930 og stofnuðu Alþingi, elsta starfandi þjóðþing í heiminum.  Þingvellir voru fundarstaður þjóðarinnar fram til ársins 1798, eða í 868 ár samfleytt.  Þingvellir eru líka afar merkilegt svæði jarðfræðilega.  Talið er að landspildan, þar sem þingvellir standa hafi verið að misganga og síga í 200-300 þúsund ár.

Gullfoss og Geysir:

Gullfoss í Hvítá hefur mörgum verið talinn einn fegusti foss veraldar. 

Geysir í Haukadal er talinn stærsti goshver í heimi.  Geysir hefur að mestu verið í hvíld frá aldamótunum 1900 en hæstu gos hans á árum áður hafa mælst um 80m.

Vegalengdin frá Reykjavík að Gullfossi er 125km.

Krosslaug:

Krosslaug er í  landi Reykja í Lundarreykjadal.  Laugin er um 42°C heit og er friðlýst.

Húsafell

Náttúran við Húsafell einkennist af víðfeðmum og gróskurmiklum skógum sem teygir sig upp eftir hlíðum fjallana og inn með giljum sem setja svip sinn á landslagið.

Hraunfossar:

Hraunfossar eru Í Borgafirði milli Reykholts og Húsafells og eru ein allra fegusta náttúruperla landsins.  Ótal fossar sem spretta úr hraunjaðrinum og falla í Hvítá.

Deildartúnguhver

Deildartúnguhver er vatnsmesti hver í Evrópu, gefur 200L/sek af 100°C heitu vatni. Hverinn er 35km frá Borganesi.

Gerðuberg

Gerðuberg er mikilfenglegt stuðlaberg.  Undir berginu er gömul rétt þar sem tilvalið er að snæða nesti og njóta útsýnisins.  Gerðuberg er 46km frá Borganesi, á leiðinni út á Snæfellsnes.

Garðalundur

Garðalundur, eða skógræktin eins og heimamenn á Akranesi kalla lundinn er skammt ofan Byggðasafnsins í Görðum og gólfvallarins.

Langisandur

Neðan við sundlaugina og önnur íþróttamannvirki við Jaðarsbakka á Akranesi, er ein besta baðströnd landsins, Langisandur.

Þú ert hér: Home Afþreying Áhugaverðir staðir